IS - 0. Kynning
Stream
Your browser doesn't support HTML5 audio
Icelandic True Crimes er sjálfstætt og vikulegt tvítyngt hlaðvarp með áherslu á íslensk sakamál með sögu- og menningarlegri nálgun.
Ísland er þekkt fyrir hrífandi landslag - allt frá spúandi hverum, ísbláum jöklum, hraunsviðum og dansandi norðurljósum - til síbreytilegs og óútreiknanlegs veðurs, eldgosa sem gjósa og jarðskjálfta á hreyfingu. En þetta land býr líka yfir stórmerkilegum sögum af þjóð sinni - afkomendum víkinga sem fyrir meira en þúsund árum ferðaðust frá Noregi og settust að í landi íss og elds.
Icelandic True Crimes hlaðvarpið tekur fyrir sakamál sem spanna frá vel þekktum til gleymdra. Fjallað er um hvert mál í TVEIMUR aðskildum þáttum - einn fyrir íslenskumælandi hlustendur og hinn fyrir enskumælandi hlustendur.
Ef þú hefur áhuga á sakamálum, þá er þetta hlaðvarpið fyrir þig! Hlaðvarpið er í formi frásagna og byggir á ítarlegri heimildaöflun með staðreyndum sem fengnar eru úr gögnum sem eru aðgengileg almenningi; fréttagreinum, skjalasöfnum, dómsskjölum og -skýrslum, sögulegu efni og öðrum skjöl sem til eru.
Þú getur hlustað á Icelandic True Crimes hlaðvarpið á Apple Podcasts, Spotify, Google Podcasts, og öllum öðrum hlaðvarpsveitum, eða streymt beint frá vefsíðunni www.icelandictruecrimes.com.
Comments are the responsibility of those who write them. Icelandic True Crimes Podcast reserves the right to delete any comments that may be defamatory or improper. Click here to report inappropriate comments.